Málþing um mat á umhverfisáhrifum
Skipulagsstofnun býður til málþings um mat á umhverfisáhrifum þann 24. október n.k. frá kl. 13:00 - 16:00, í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6.
Árið 2008 eru liðin 15 ár frá gildistöku fyrstu laga um mat á umhverfisáhrifum. Lögin voru endurskoðuð árin 2000 og 2005. Málþinginu er ætlað að fjalla um hvort lögin hafi leitt til þess að dregið hafi úr neikvæðum umhverfisáhrifum framkvæmda og hvernig þau hafa virkað með tilliti til þeirra markmiða að stuðla að upplýstri ákvarðanatöku með aðkomu almennings. Ætlunin er að fá fram sjónarmið framkvæmdaraðila, umsagnaraðila, sveitarfélaga og almennings.
Málþingið er öllum opið.
Sjá dagskrá ráðstefnunnar hér að neðan:
13:00 – 13:10 Ávarp. Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra.
13:10 – 13:30 Ferli mats á umhverfisáhrifum. Reynsla Skipulagsstofnunar. Rut Kristinsdóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs Skipulagsstofnunar.
13:30 – 13:50 Á mat á umhverfisáhrifum að vera eftirsóknarvert? Björn Stefánsson, framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Landsvirkjunar Power.
13:50 – 14:10 Mat á umhverfisáhrifum framkvæmda. Frá sjónarhóli ráðgjafans.
Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðsstjóri EFLU verkfræðistofu.
14:10 – 14:30 Frá sjónarhóli umsagnaraðila. Fornleifar og umhverfismat. Kristinn Magnússon, deildarstjóri Fornleifaverndar ríkisins.
14:30 – 14:50 Kaffihlé
14:50 - 15:10 Hvernig má tryggja þátttöku almennings í ákvarðanatöku? Skal
leyfisveitandi vera upplýstur um umhverfisáhrif framkvæmdar?
Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
15:10 – 15:30 Mat á umhverfisáhrifum framkvæmda. Frá sjónarhóli sveitarstjórna.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
15:30 – 15:50 Mat á umhverfisáhrifum – Hugmyndir og hindranir, væntingar og veruleiki.
Óli Halldórsson, forstöðumaður Þekkingarseturs Þingeyinga.
15:50 – 16:10 Sannprófun mats á umhverfisáhrifum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisfræðingur hjá Stofnun Sæmundar fróða.
16:10- 16:30 Umræður og þinglok. Fundarstjóri verður Stefán Thors.
Myndin er af Ingólfshöfða. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Skipulagsstofnun „Málþing um mat á umhverfisáhrifum“, Náttúran.is: 16. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/16/malthing-um-mat-umhverfisahrifum/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.