Hvaða verðmæti felast í matarhefðum Íslendinga?
Ítalska Íslenska viðskiptaráð, í samvinnu við Slow Food samtökin og Matís efna til málþings um gildi staðbundinna matvæla fyrir menningu, ferðaþjónustu og samfélag. Málþingið verður haldið miðvikudaginn 2. júní í Húsi verslunarinnar 14. hæð, kl 15:00-17:00.
Dagskrá:
- Slow Food Reykjavik, Eygló Björk Ólafsdóttir: Verkefni Slow Food til verndar og kynningar á upprunalegum, staðbundnum matvælum.
- Matís, Þóra Valsdóttir og Guðjón Þorkelsson: Sérstaða íslenskra matvæla. Uppruni, gæði, afurðir.
- Eddu hótelin, Friðrik V. Karlsson: Gamla skyrið í nýju eldhúsi
- EG Fiskverkun, Flateyri, Guðrún Pálsdóttir: Vestfirskur harðfiskur – saga og sérstaða
Slow Food hreyfingin fæddist á Ítalíu 1989 og hefur gegnt stóru hlutverki í varðveislu, endurvakningu og nýtingu staðbundinna matvæla um heim allan. Hugmyndafræði samtakanna er að maturinn sé góður, hreinn og sanngjarn - hvaða verðmæti geta skapast á Íslandi við að fylgja þessari stefnu? Varpað verður ljósi á leiðir innan Evrópusamstarfsins og Slow Food til að viðurkenna matvæli út frá uppruna, gæðum og hefðbundnum vinnsluaðferðum.
Nánari upplýsingar veita Þóra Valsdóttir, thora.valsdottir@matis.is, og Guðjón Þorkelsson, gudjon.thorkelsson@matis.is.
Skráning hjá Kristin@chamber.is.
Grafík: Merki Slow food samtakanna.
Birt:
Tilvitnun:
Matís „Hvaða verðmæti felast í matarhefðum Íslendinga?“, Náttúran.is: 1. júní 2010 URL: http://nature.is/d/2010/06/01/hvada-verdmaeti-felast-i-matarhefdum-islendinga/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.