Fræðslufundaröðin „Lesið í landið“ hefst þ. 16. maí. Þrjá laugardaga verða stutt fræðsluerindi flutt í Sesseljuhúsi sem fylgt verður eftir með náttúruskoðun í umhverfi Sólheima. Erindin fjalla um fugla, jarðfræði og íslenskar lækningajurtir og hefjast þau öll kl. 13.00 í Sesseljuhúsi. Þetta eru tilvaldar fræðslustundir fyrir alla fjölskylduna.

Hvernig myndaðist fjallahringurinn?

Laugardaginn 16. maí kl. 13:00 flytur Jón Eiríksson jarðfræðings á Jarðvísindastofnun HÍ fræðsluerindi með yfirsögninni „Landslagið með gleraugum jarðfræðingsins“.

Fuglarnir okkar - Að læra að þekkja fugla
Þann 30. maí kl. 13:00 flytur Jóhanni Óla Hilmarssyni, fuglafræðingur og fuglaljósmyndara fræðslu
erindi og farið verður í fuglaskoðun.

Líttu niður! Að læra að þekkja íslenskar lækningajurtir
Þann. 27. júní kl. 13:00 flytur Jóni E. Gunnlaugsson áhugamaður um nýtingu jurta til heilsueflingar fræðsluerindi um íslenskar lækningajurtir en Jón hefur um árabil safnað, ræktað og framleitt heilsuvörur úr íslenskum lækningajurtum undir vörumerkinu Ísplöntur.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!

Mynd: Sesseljuhús. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
15. maí 2009
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Fræðslufundir um fjöll, fugla og lækningajurtir að Sólheimum“, Náttúran.is: 15. maí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/05/15/um-fjoll-fugla-og-laekningajurtir-ao-solheimum/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: