Slow Food í sviðsljósinu
Á málþinginu verður fjallað um stöðu matvælaframleiðslu á Íslandi en einkunnarorð Slow Food eru góður, hreinn og sanngjarn („Good, clean and fair“). Íslenskir matvælaframleiðendur munu auk þess kynna afurðir sínar í anddyri Norræna hússins og veitingahúsið DILL mun töfra fram margt af því besta úr íslenskri flóru og bjóða uppá matseðil sem hefur einkunnarorð Slow Food að leiðarljósi. Dill kappkostar að nota staðbundið hráefni úr lífrænni ræktun og sjálfbærum sjávarútvegi, en hvatt verður til frekari umræðu um þessi mál og Terra Madre við borðið í tilefni dagsins.
Terra Madre
Í þessari splunkunnýju heimildamynd er fjallað um Terra Madre ráðstefnana sem er einn af stærstu viðburðum Slow Food en þar kalla samtökin saman smábændur, framleiðendur, matreiðslumeistara og sérfræðinga frá 150 löndum til þess að fjalla um og álykta um stöðu landbúnaðarins á heimsvísu. Myndin skilar einkar vel þeim megin hugmyndum sem ráðstefnan stendur fyrir, og kollvarpar þeim ranghugmyndum um matvælaframleiðslu sem eru að tortíma vestrænni matarmenningu og valda því að jafn illa er gengið um auðlindir Móður jarðar eins og raun ber vitni.
Í samstarfi við Slow Food hefur Kvikmyndahátíð RIFF skráð nýjan og spennandi flokk á dagskrá: „Matur og myndir“ og myndirnar, sem fjalla um mat, verða sýndar í Norræna húsinu. Meðal Slow Food mynda á RIFF kvikmyndahátíðinni sem haldi verður dagana 17. - 27.09.2009 eru:
Myndin fjallar um verksmiðjubúskap í Bandaríkjunum og ætti að vekja áhorfendur til vitundar um mikilvægi dýraverndar sem ófrávíkjanlegt markmið við matvælaframleiðslu. Farið er um korn- og maisekrurnar, kjúklinga- og kúabú, talað við sáðvöruframleiðendur og líka smábændasamfélag. Mikið er talað í dag um matvælaöryggi, þessi mynd vekur mann til vitundar.
Sjá vef alheimssamtaka Slow Food.
Sjá vef Slow Food Reykjavík.Birt:
Tilvitnun:
Dominique Plédel Jónsson „Slow Food í sviðsljósinu“, Náttúran.is: 3. september 2009 URL: http://nature.is/d/2009/09/03/slow-food-i-sviosljosinu/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.