Ford kynnir áætlun sína um minni losun gróðurhúsalofttegunda
Ford Motor Co kynnti í gær áætlun fyrirtækisins um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda á næstu 12 árum. Þar með varð Ford fyrsta bandaríska bílafyrirtækið til að kynna hvernig þeir ætla að minnka losun gróðurhúsalofttegunda frá nýjum bílum um 30%.
Eftir þetta hættu ýmis samtök sem höfðu áætlað herferð gegn Ford við herferðina. Aðallega eru þar á ferð samtök sem nefnast Interfaith Center on Corporate Responsibility, en þau eru í forsvari fyrir meira en 300 trúarfélög og fjölda annarra fyrirtækja, sem vilja hvetja fyrirtæki til að sporna gegn gróðurhúsaáhrifum.
Samtökin munu á næstunni skora á General Motors að grípa til sambærilegra aðgerða, en General Motors er stærsti bílaframleiðandi Bandaríkjanna á meðan Ford er sá næststærsti.
Denise Nappier, fjármálaráðherra Connecticut ríkis, sagði samkvæmt frétt Reuters að þetta loforð Ford væri tímamótaákvörðun í bílaiðnaðinum og sýndi að Ford gerði sér grein fyrir að þeir þurfa að bera ábyrgð eins og aðrir.
Birt:
Tilvitnun:
Viðar Þorsteinsson „Ford kynnir áætlun sína um minni losun gróðurhúsalofttegunda“, Náttúran.is: 10. apríl 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/10/ford-kynnir-aaetlun-sina-um-minni-losun-groourhusa/ [Skoðað:8. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.