Einn af eiginleikum ætihvannarinnar er að vinna gegn öndunarerfiðleikum og hósta. Einfalt og skemmtilegt er að gera hvannarhóstatöflur sjálfur. Maður tekur hvannar-stöngul og sker langsum, treður í glerkrukku og hellir flórsykri yfir, eins mikið og hægt er að troða í krukkuna. Látið liggja í 2-14 daga. Hristið af og til. Stönglarnir eru síðan teknir upp úr krukkunni, vökvinn þykktur með aðeins meiri flórsykri og látið dropa eða sprautað með kúasprautu á smjörpappír og látið þorna.

Birt:
19. apríl 2010
Höfundur:
Christian Osika
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Christian Osika „Ætihvannarhóstatöflur“, Náttúran.is: 19. apríl 2010 URL: http://nature.is/d/2008/04/21/aetihvannarhostatoflur/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. apríl 2008
breytt: 21. maí 2014

Skilaboð: