Vindmylluvirkjanir úti fyrir ströndum Noregs gætu framleitt 5-8 þúsund megawött af raforku til útflutnings samkvæmt nýrri skýrslu orkumálaráðuneytis þar í landi. Einnig kemur fram í henni að Noregur ætti að geta útvegað allt að 40 terawatt-stundir af endurnýjanlegri orku fyrir 2025, en þar af yrði um helmingur fenginn með vindmyllum. Slík vindmylluvirkjun myndi kosta á bilinu 100 til 220 milljarða norskra króna.

Orkan yrði jafn mikil og átta kjarnorkuver framleiða í dag. Í skýrslu orkumálaráðuneytisins kom þó einnig fram að breyta þurfi lagaumhverfi í Noregi til að hugmyndin geti orðið að veruleika. Orkumálaráðherra Noregs, Aaslaug Haga, segir að vindmylluvirkjanir geti unnið með vatnsaflsvirkjunum Noregs, enda er hægt að slökkva og kveikja á hverflum þeirra eftir því hvort vindurinn blæs.

„Vatnsbirgðir Noregs geta hjálpað okkur að verða „rafhlaða Evrópu,““ hefur Reuters eftir Haga.

Myndtexti: Norska fyrirtækið StatoilHydro segist ætla að leggja 80 milljónir Bandaríkjadala í byggingu fyrstu fljótandi vindmillu í hiemi í fullri stærð.
Birt:
26. maí 2008
Tilvitnun:
Viðar Þorsteinsson „Noregur gæti orðið „rafhlaða Evrópu““, Náttúran.is: 26. maí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/26/noregur-gaeti-oroio-rafhlaoa-evropu/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: