Undirskriftarsöfnun gegn útiræktun á erfðabreyttu lyfjabyggi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun gegn leyfisveitingu til handa Orf líftækni hf. til að stunda rannsóknarræktun (framleiðslu) á erfðabreyttu byggi fyrir lyfjaiðnaðinn en nú liggur fyrir Umhverfisstofnun umsókn um leyfi til að rækta erfðabreytt bygg á 10 hektara landsvæði við Gunnarsholt, untandyra.
Komið hefur fram sterk andstaða við áfrom Orf líftækni um að taka ræktun á erfðabreyttu byggi út úr húsi enda hefur kynningarferiið, tíminn og lagalegar aðstæður á Íslandi gefið ástæðu til að gagnrýna skjóta afgreiðslu svo stórrar ákvörðunar en almenn umræða um erfðabreyttar lífverur almennt hefur ekki farið fram á Íslandi svo nokkru nemi.
Taka þátt í undirskriftarsöfnuninni hér.
Sjá Facebook hópinn „Án erfðabreytinga - GMO frjálst Ísland“: http://www.facebook.com/group.php?gid=186168320555.
Grafík: Biohazard.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Undirskriftarsöfnun gegn útiræktun á erfðabreyttu lyfjabyggi“, Náttúran.is: 9. júní 2009 URL: http://nature.is/d/2009/06/09/undirskriftarsofnun-gegn-utiraektunar-erfoabreyttu/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 10. júní 2009