Merkin tala sínu máli
Lífrænar matvörur, þ.á.m. ávextir, grænmeti og mjólk, geta verið næringarríkari en matvörur sem ekki eru lífrænar, samkvæmt breskri rannsókn vísindamanna.
Fyrstu niðurstöður úr 12 milljóna punda rannsókn sýndu fram á að lífrænir ávextir og grænmeti innihéldu 40% meiri andoxunarefni, samkvæmt Carlo Leifert, prófessor við háskólann í Newcastle sem stjórnar verkefninu Quality Low Input Food.
Meiri munur fannst í mjólk, þar sem lífræn mjólk inniheldur 60% meiri andoxunarefni og hollar fitusýrur en venjuleg mjólk.
Matvörur sem eru ríkar af andoxunarefnum eru taldar hollari þar sem niðurstöður vísindarannsókna sýna að andoxunarefni vinni vel gegn frjálsum stofnstæðum, svokölluðum radikölum, sem stuðla að öldrun.
Þessar uppgötvanir stangast á við ráðleggingar Food Standards Agency, þar sem því er haldið fram að það séu engar vísindalegar sannanir þess efnis að lífrænar matvörur séu hollari.
Á meðan á fjögurra ára rannsókninni stóð, ræktuðu prófessor Leifert og aðstoðarmenn hans lífrænt og ólífrænt grænmeti og ávexti út um alla Evrópu. Einnig var 293 hektara bóndabær samliggjandi við háskólann.
Í lífrænni ræktun felst að varan hefur verið ræktuð án skordýraeiturs og tilbúins áburðar þar sem fylgt er reglugerð Evrópusambandsins um lífræna ræktun. Innan Evrópusambandsins er bannað að kalla vörur „lífrænt ræktaðar“ nema þær uppfylli reglugerð sambandsins. Merkingin metur ekki umhverfisáhrif vörunnar eða umbúða hennar. Fjöldinn allur af virtum lífrænum vottunarmerkjum eru til í heiminum.
Sjá hina ýmsu flokka lífrænna vottuna hér á Grænum síðum.
Sjá hina ýmsu flokka inna lífrænnar vottunar Vottunarstofunnar Túns á íslenskum afurðurm.
Sjá dæmi um ýmsar lífrænt vottaðar vörur hér á Náttúrumarkaði.
Birt:
Tilvitnun:
Náttúran er „Merkin tala sínu máli “, Náttúran.is: 17. júlí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/01/merkin-tala-sinu-mali/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 1. apríl 2008
breytt: 17. júlí 2008