Fjallalamb innleiðir upprunamerkingar
FjFjallalamb hf. og Strikamerki hf. hafa nú þróað upprunakerfi sem upplýsir neytendur hvaðan afurðir Fjallalambs koma.Neytandinn kaupir 1/2 skrokk í kassa, les á merkimiða sem límdur hefur verið á kassann og getur síðan farið inn á www.fjallalamb.is smellt á upprunamerkingu og skoðað síðan mynd af bæ viðkomandi framleiðenda ásamt upplýsingum um ábúendur. Númer framleiðenda er 4 stafa númer sem kemur framm á miðanum. Einnig kemur framm á þessum miða einstaklingsnúmer lambsins ásamt sláturdagsetningu.
Fjallalamb mun í fyrstu einungis selja þessar upprunamerktu afurðir í 1/2 skrokkum en stefna okkar er sú að sem flestar vörur frá Fjallalambi verði upprunamerktar. Þetta mun færa kaupendur nær framleiðendum þess kjöts sem þeir neyta. Þessar vörur munu verða til hjá flestum söluaðilum afurða frá Fjallalambi.
Birt:
12. október 2008
Tilvitnun:
Bændablaðið „Fjallalamb innleiðir upprunamerkingar“, Náttúran.is: 12. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/12/fjallalamb-innleioir-upprunamerkingar/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.