Opið hús í Öskju: Ferð um regnskóga S-Ameríku og Galapagos
Annað Opna hús Skógræktarfélags Íslands og ársins 2008 verður þriðjudagskvöldið 8. apríl og hefst kl. 19:30, í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, í stofu 132.
Þar mun Rannveig Einarsdóttir, Skógræktarfélagi A-Skaftfellinga, segja í máli og myndum frá ferð um regnskóga S-Ameríku og Galapagos. Dþra- og plöntulíf á Galapagos –eyjum er einstakt og eyjarnar frægar í sögu náttúruvísinda, en rannsóknir Charles Darwin þar voru kveikjan að hinni víðfrægu þróunarkenningu hans.
Opnu húsin eru hluti af fræðslusamstarfi Skógræktarfélags Íslands og Kaupþings.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.
Fyrir þá sem ekki eru staðkunnugir í Öskju þá er gengið inn um aðalinngang vestan á húsi, á móts við Norræna húsið, og þar inn eftir húsinu nær endilöngu. Myndin er af Galapagos skjaldböku, offbeattravel.com.
Þar mun Rannveig Einarsdóttir, Skógræktarfélagi A-Skaftfellinga, segja í máli og myndum frá ferð um regnskóga S-Ameríku og Galapagos. Dþra- og plöntulíf á Galapagos –eyjum er einstakt og eyjarnar frægar í sögu náttúruvísinda, en rannsóknir Charles Darwin þar voru kveikjan að hinni víðfrægu þróunarkenningu hans.
Opnu húsin eru hluti af fræðslusamstarfi Skógræktarfélags Íslands og Kaupþings.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.
Fyrir þá sem ekki eru staðkunnugir í Öskju þá er gengið inn um aðalinngang vestan á húsi, á móts við Norræna húsið, og þar inn eftir húsinu nær endilöngu. Myndin er af Galapagos skjaldböku, offbeattravel.com.
Birt:
7. apríl 2008
Tilvitnun:
Skógræktarfélag Íslands „Opið hús í Öskju: Ferð um regnskóga S-Ameríku og Galapagos“, Náttúran.is: 7. apríl 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/07/opio-hus-i-oskju-fero-um-regnskoga-s-ameriku-og-ga/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 8. apríl 2008