Fimmtudaginn 28. júní er fjórða gangan í röð gangna um Græna trefilinn. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur umsjón með þessari göngu.
Gangan er að þessu sinni í Heiðmörk og hefst hún við Elliðavatnsbæinn. Skoðaður verður skógurinn í næsta nágrenni og Elliðavatn, en þarna er bæði um áhugaverða náttúru og sögu að ræða.

Að göngu lokinni verður boðið upp á reyktan engjasilung.

Skógargöngur á Græna treflinum verða öll fimmtudagskvöld í júní og júlí og hefjast göngurnar kl. 20:00. Göngurnar eru hluti af fræðslusamstarfi skógræktarfélaganna og Kaupþings.
Þetta eru léttar og þægilegar göngur í fallegu umhverfi. Göngurnar taka alls um tvo tíma og eru allir velkomnir.

Af vef Skógræktarfélags Íslands.

Birt:
28. júní 2007
Tilvitnun:
Skógræktarfélag Íslands „Gengið á Græna treflinum - Elliðavatnsbær og nágrenni“, Náttúran.is: 28. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/28/gengi-grna-treflinum-elliavatnsbr-og-ngrenni/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 10. júlí 2007

Skilaboð: