Norræna Húsið og Slow Food Reykjavík standa sameiginlega að málþingi um svæðisbundna matarmenningu á Íslandi, stöðu og möguleika til þróunar í framtíðinni. Málþingið verður haldið laugardaginn 9. maí  og hefst kl. 14:00. Fundarstjóri er Þröstur Haraldsson ritstjóri Bændablaðsins.

Dagskrá

14:00-15:00: Umhverfi og aðkoma stjórnvalda

  • Landbúnaðarráðherra flytur opnunarávarp
  •  - Kjartan Hreinsson, dýralæknir heilbrigðiseftirlit MAST, lagalega umhverfið frá sjónarmiði hollustu- og vinnuöryggi.
  • Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís - Staða mála fyrir smáframleiðendur og framtíðarsýn á Íslandi og í nágrannalöndum
  • Marteinn Njálsson, ritari samtaka Beint frá Býli** - Reynsla bænda og samtökin Beint frá Býli

15.00: hlé

Í anddyri Norræna hússins verða nokkrir framleiðendur með kynningu á vörum sínum. Dill Restaurant verður með létt hlaðborð í samstarfi við þá sem kynna sína framleiðslu. Kynnt verður skyr frá Bíóbúi, bjór frá Ölvisholti, kræklingar frá Hrísey, leirpotturinn, matur frá Matarkistu Skagafjarðar*, o.fl.

15.30: Hver er staðan og hverju þarf að breyta?

  • Nanna Rögnvaldsdóttir, matarfrömuður - Hverjar eru hefðirnar og hvað er eftir af þeim?
  • Þórarinn Jónsson, bóndi á Hálsi í Kjós - Get ég fengið kjötið mitt fyrir viðskiptavini mína? Reynslusaga
  • Ari Þorsteinsson - Í ríki Vatnajökuls - Þróun matvæla, Ecomuseum og heildræn nálgun

16.00 ti 17.00 Spurningar og umræður. 

Um kvöldið býður Dill Restaurant uppá matseðil undir þemanu "Matarkista Skagafjarðar"***, Gunnar Karl er sá kokkur í Reykjavík sem hefur unnið hvað mest með hráefni úr sveitum landsins í tengslum við Ný norrænan mat.

Hugmyndin með málþinginu er að efla vitund um mat úr héraði og kynna hvaða tækifæri felast í sölu matvöru beint frá bónda til neytanda og jafnframt hvetja til þess að hægt veðri að rekja vörur í verslunum og á veitingahúsum beint til framleiðanda.

*Sjá þáttakendur í Matarkistu Skagafjarðar hér á Grænum síðum. Sjá einnig þátttakendur í öðrum heimavinnsluverkefnum s.s. Beint frá býli**, Matur úr Eyjafirði***, Matarkistan Skagafjörður og Þingeyska Matarbúrið.

Slow Food gengur einnig undir íslenskaða hugtakinu „hæg matarmenning“.

Birt:
4. maí 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ný Norræn matarmenning - Slow Food málþing í Norræna húsinu“, Náttúran.is: 4. maí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/05/04/svaeoisbundin-matarmenning-islandi-staoa-og-mogule/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: