Norsk Hydro að koma sér fyrir á Íslandi
Norski álframleiðandinn Norsk Hydro hefur opnað skrifstofu í Reykjavík með það í huga að hasla sér völl á álmarkaði.
Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra ítrekar þó statt og söðugt við fjölmiðla að stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar sé löngu lokið. Eina hugsanlega skýringin á orðum ráðherra hlýtur að vera að „markaðsátakinu“ sjálfu sé lokið, þ.e. bæklingunum (sjá bæklinginn: LOWEST ENERGY PRICES!! gefinn út af Markaðsskrifstofu Iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar árið 1995) um ódýra orkulandið Ísland hefur þegar verið dreift um alla heimsbyggðina og PR-fundir hafa þegar verið haldnir um allan heim til að laða að álrisana. Sala landsins er rétt að byrja þó landið sjálft sé ekki verðlagt hátt og því hægt að þræta fyrir að verið sé að selja aðgang að landinu. Að því leitinu til stenst fullyrðing ráðherra og gæti unnið í ræðukeppni framhaldsskólanna. En þjóðin er í þann mund að fullorðnast Jón og nennir ekki að hlusta á svona þvætting!
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Norsk Hydro að koma sér fyrir á Íslandi“, Náttúran.is: 18. nóvember 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/norsk_hydro/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. mars 2007
breytt: 27. nóvember 2014