Jóhannes Gunnarsson hjá Neytendasamtökunum hefur verulegar áhyggjur af skuldabyrði heimilanna nú þegar lán hækka nær stjórnlaust. Hann hvetur viðskiptaráðherra til að legga þegar í satð fyrir Alþingi frumvarp sem tekur á þessum vanda.  í 24 stundum er haft eftir honum: "Þetta frumvarp er tilbúið í ráðuneytinu og felur í sér að heimili sem komið er í greiðsluþrot af ástæðum sem það ræður engu um geti óskað eftir greiðsluaðlögun vegna skulda sinna".  

Ástandið er orðið mjög erfitt víða. Og ekki bæta uppsagnir ástandið. Ætla má að margir starfsmenn í byggingariðnaði sem hafa haft mikla vinnu undanfarin ár hafi skuldsett sig í samræmi við þær tekjur sem þeir höfuðu. Nú hefur þeim verið sagt upp hundruðum saman. Tónninn í almenningi er orðinn þungur. Einn greinarhöfundur í Morgunblaðinu gekk svo langt að hvetja alla til að hætta að greiða af lánum sínum til að sýna bönkunum í tvo heimana. 

Birt:
3. október 2008
Höfundur:
Einar Bergmundur
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Neytendasamtökin vilja flýtimeðferð“, Náttúran.is: 3. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/03/neytendasamtokin-vilja-flytimeofero/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: