Aðalfundur Landverndar verður haldinn að Nauthóli við Nauthólsvík miðvikudaginn 26. maí. Húsið opnar kl. 14:30 og hefst fundur á almennum aðalfundarstörfum kl. 15:00.

Stjórn og starfsmenn Landverndar vinna um þessar mundir að stefnumótun fyrir samtökin sem miðar að því að skerpa áherslur og efla náttúruvernd á Íslandi. Við viljum gjarnan fá félaga og aðildarfélög til liðs við okkur í þessari vinnu og hefur í þeim tilgangi verið skipulagt svokallað framtíðarþing sem hefst að loknum aðalfundi kl. 16:30.

Drög að dagskrá aðalfundar 2010:

14.30 Húsið opnar ‐ skráning

15.00 Aðalfundarstörf hefjast

  • Opnunarávarp
  • Kjör fundarstjóra og fundarritara
  • Formaður flytur skýrslu um starfsemina undangengið starfsár
  • Kynning á ársreikningi fyrir 2009
  • Kynning á tillögu að ályktun aðalfundar
  • Umræður
  • Afgreiðsla tillögu
  • Kosning til stjórnar og skoðunarmanna reikninga
  • Kynning á ferðum Landverndar í sumar

16.30 Framtíðarkaffi ‐ Landvernd á 21. öldinni.
Landvernd vinnur nú að stefnumótun sem miðar að því að skerpa á áherslum í starfsemi samtakanna og efla þau. Umræða með Heimskaffi fyrirkomulagi um starfsemina og hvernig Landvernd getur svarað kalli nýrra tíma.

18.00 Bláfánanum flaggað ‐ Bláfánaafhending 2010 við ylströndina í Nauthólsvík

Vinsamlegast athugið að til þess að öðlast atkvæðisrétt á aðalfundi þurfa félagar að hafa greitt félagsgjöld fyrir starfsárið sem er að líða. Enn er hægt að ganga frá greiðslu. Hafið samband við landvernd@landvernd.is eða í síma 552 5242.

Birt:
12. maí 2010
Höfundur:
Landvernd
Uppruni:
Landvernd
Tilvitnun:
Landvernd „Aðalfundur Landverndar 2010“, Náttúran.is: 12. maí 2010 URL: http://nature.is/d/2010/05/12/adalfundur-landverndar-2010/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: