Í nótt, nákvæmlega 23:59, verða samkvæmt almanaki Háskólans sumarsólstöður. Þá er sól hæst á lofti við sólarlag. Á morgun tekur daginn svo aftur að stytta þó það verði reyndar ekki fyrr en eftir 3 mánuði að dagur verði skemmri en nóttin. Jónsmessa er svo þann 24. júni n.k., aðfararnótt þriðjudags. Ekki eru allir sammála um hvora nóttina velta skuli sér úr dögginni en þeir sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig geta bara nýtt báðar næturnar. Þó er rétt að fara varlega á slóðum bjarndýra sem ku vera víða um þessar mundir.
Sjá líka „Njólinn er rótlaus í nótt“ og um „Jónsmessuna og jurtirnar“.
Birt:
20. júní 2008
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Stysta nótt ársins“, Náttúran.is: 20. júní 2008 URL: http://nature.is/d/2008/06/20/stysta-nott-arsins/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: