Niðurstaða kosningar um Gjábakkaveg: Vegstæði haldist óbreytt
Afgerandi meirhluti atkvæða í netkonsingu Landverndar um Gjábakkaveg vill að núverandi vegstæði verði fært til betri vegar. Gild atkvæði voru 1.351 en 15 atvæði reyndust ógild. Aðferðafræðin sem kosningin byggðist á nefnist raðval og gefur kost á að velja um 1.-5. sæti. Útkoma stigareikninga var þessi:
Leið 1, lagfæring núverndi vegstæðis: 4.039,0
Leið 2, vegur norðan Lyngdalsheiðar að Miðfelli (leið Vegagerðarinnar) : 2.498,0
Leið 3, leið norðan Lyngdalsheiðar og sunnan Þingvallavatns.: 2.468,0
Leið 5, leið sunnan Lyngdalsheiðar niður Grafninginn.: 2.275,5
Leið 4, Leið sunnan vatnaskila Þingvallavatns.: 2.229,5
Samtals 13.510 stig
Niðurstaðan er afgerandi og sýnir að kjósendur vilja fremur úrbætur á núverandi vegi fremur en að ráðist sé í nýja vegagerð. Sjá nánar á vef Landverndar.
Í greinargerð sem Landvernd vann og liggur til grundvallar kosningunni er leið 1 lýst á eftirfarandi hátt:
„Þessi vegur myndi naumast breyta núverandi mengun frá umferð en tryggir aftur á móti hinn besta ferðamannaveg með áhugaverðu útsýni milli Þingvalla og Laugarvatns. Vegur þessi yrði þó alloft tepptur að vetrarlagi vegna snjóa. Lagfæring vegarins myndi ekki kosta nema brot af því, sem áformaður vegkostur Vegagerðarinnar á að kosta.Þegar forsendurnar eru skoðaðar virðast engar veigamikilar þarfir vera á frekari vegabótum en þessum tiltölulega ódýru úrbótum. Aðrir kostir eru því óþarfir, nema þá aðeins ef tryggja á heilsárstengingu Þingvallasveitar við Laugarvatn og flýtiivegi fyrir eigendur sumarhúsa. Ekki virðast þó vera efni til slíks í ljósi þeirrar áhættu, umhverfislegri og menningartengdri, sem óhjákvæmilega fylgir umfangsmikilli vegagerð á svæðinu.“
Sjá greinargerðina í fullri lengd. Athugið að númer á vegum eru nokkuð frábrugðin þeirri sem notuð er í kosninguna enda ítarlegri umfjöllun að finna í greinargerðinni.
Séð yfir Lyngdalsheiði yfir til Þingvallavatns frá gamla veginum. Ljósmynd: Guðrún Tryggvaóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Niðurstaða kosningar um Gjábakkaveg: Vegstæði haldist óbreytt“, Náttúran.is: 7. maí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/07/vegstaeoi-haldis-obreytt-kosning-um-gjabakkaveg/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.