Fernur og umbúðir úr sléttum pappa
Umbúðir úr sléttum pappa falla til í miklu magni á heimilum flestra. Þetta eru umbúðir utan af morgunkorni, ýmsum skyndiréttum, kexi, þvottefni og óteljandi öðrum vörum. Slíkar umbúðir eru fljótar að fylla hjá okkur ruslaföturnar enda oft plássfrekar. Hingað til hefur ekki borgað sig fyrir SORPU að safna slíkum umbúðum til endurvinnslu en með tilkomu úrvinnslugjalds sem lagt var á þessar umbúðir um síðustu áramót opnast nýir möguleikar.
Hvernig á að flokka?
Það má flokka allar umbúðir úr sléttum pappa í einn flokk og skila t.d. fernum, morgunkornspökkum og öðrum slíkum umbúðum úr pappír eða kartoni í einn og sama gáminn. Hráefnið þarf hins vegar að vera ómengað af öðrum efnum til þess að hægt sé að endurvinna það og þess vegna er mikilvægt að fjarlægja allar matarleifar og plastumbúðir sem kunna að vera inni í umbúðum. Fernur er æskilegt að skola til að forðast lyktarmengun og brjóta svo allar umbúðir saman svo þær taki minna pláss. Þeim er svo skilað í gáma sem eru merktir PAPPÍRSUMBÚÐIR eða UMBÚÐIR ÚR SLÉTTUM PAPPA.
Athugið að umbúðum úr bylgjupappa skal skilað í bylgjupappagám á endurvinnslustöð þar sem sá pappi fer í annarskonar endurvinnslu en umbúðir úr sléttum pappa.
Hvernig er efnið endurunnið?
Umbúðirnar eru baggaðar og fluttar til Svíþjóðar til endurvinnslu. Fyrirtækið Fiskeby sérhæfir sig í framleiðslu kartons og ný tir til þess umbúðir úr sléttum pappa og fernur. Á undanförnum árum hefur fyrirtækið endurunnið fernur frá SORPU en nú bætast aðrar umbúðir úr sléttum pappa í hópinn. Fiskeby sendir kartonið til viðskiptavina víðsvegar um heiminn, þar á meðal á Íslandi, og eru t.d. búnar til nýjar umbúðir úr því. Úr hverjum fimm kössum er hægt að búa til fjóra nýja.
Margt smátt gerir eitt stórt!
Ef þú flokkar endurvinnanlegan úrgang, leggur þú þitt af mörkum til þess að draga úr áhrifum neyslusamfélagsins á umhverfið. Þitt framlag skiptir máli.
Magntölur
Á árinu 2006 var tekið við um 400 tonnum af umbúðum úr sléttum pappa til endurvinnslu.
Hvernig á að flokka?
Það má flokka allar umbúðir úr sléttum pappa í einn flokk og skila t.d. fernum, morgunkornspökkum og öðrum slíkum umbúðum úr pappír eða kartoni í einn og sama gáminn. Hráefnið þarf hins vegar að vera ómengað af öðrum efnum til þess að hægt sé að endurvinna það og þess vegna er mikilvægt að fjarlægja allar matarleifar og plastumbúðir sem kunna að vera inni í umbúðum. Fernur er æskilegt að skola til að forðast lyktarmengun og brjóta svo allar umbúðir saman svo þær taki minna pláss. Þeim er svo skilað í gáma sem eru merktir PAPPÍRSUMBÚÐIR eða UMBÚÐIR ÚR SLÉTTUM PAPPA.
Athugið að umbúðum úr bylgjupappa skal skilað í bylgjupappagám á endurvinnslustöð þar sem sá pappi fer í annarskonar endurvinnslu en umbúðir úr sléttum pappa.
Hvernig er efnið endurunnið?
Umbúðirnar eru baggaðar og fluttar til Svíþjóðar til endurvinnslu. Fyrirtækið Fiskeby sérhæfir sig í framleiðslu kartons og ný tir til þess umbúðir úr sléttum pappa og fernur. Á undanförnum árum hefur fyrirtækið endurunnið fernur frá SORPU en nú bætast aðrar umbúðir úr sléttum pappa í hópinn. Fiskeby sendir kartonið til viðskiptavina víðsvegar um heiminn, þar á meðal á Íslandi, og eru t.d. búnar til nýjar umbúðir úr því. Úr hverjum fimm kössum er hægt að búa til fjóra nýja.
Margt smátt gerir eitt stórt!
Ef þú flokkar endurvinnanlegan úrgang, leggur þú þitt af mörkum til þess að draga úr áhrifum neyslusamfélagsins á umhverfið. Þitt framlag skiptir máli.
Magntölur
Á árinu 2006 var tekið við um 400 tonnum af umbúðum úr sléttum pappa til endurvinnslu.
Birt:
28. mars 2007
Tilvitnun:
NA „Fernur og umbúðir úr sléttum pappa“, Náttúran.is: 28. mars 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/28// [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 20. apríl 2007