Gríðarlegt los varð á grjóti og stórum björgum úr Ingólfsfjalli en upptök skjálftans voru einmitt í sprungu sem liggur suður og norður í gegnum fjallið. Stór björg rúlluðu niður hlíðar fjallsins og mikinn reykarmökk lagði af fjallinu á meðan á skjálftunum stóð og þar á eftir. Nokkur björg lentu ofan í skurðum og fóru hoppuðu einnig yfir skurði. Fjallið er gerbreytt og fjöldi bygginga undir vestanverðu fjallinu eyðilögð s.s. Ingólfsskáli, Lambhagi og fleiri löskuðust að einhverju leiti. Fjær fjallinu urðu einnig miklar skemmdir á húsum en flest voru þau gömul og þreytt fyrir. Mikilvægast er þó að enginn slasaðist alvarlega í skjálftunum og við mannfólkið erum betur upplýst um smæð okkar og fávisku en áður.

Myndin er tekin af Ingólfsfjalli beint fyrir ofan land Kvista í Ölfusi. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
1. júní 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Björg losnuðu í gríðarlegu magni úr Ingólfsfjalli“, Náttúran.is: 1. júní 2008 URL: http://nature.is/d/2008/06/01/bjorg-losnuou-ur-ingolfsfjalli/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 2. júní 2008

Skilaboð: