Rófé, slow money
Í öllum hamagangnum og látunum kringum bankahrunið og áhrif þess á heiminn hafa margir lagt höfuðið í bleyti og reynt að finna aðrar leiðir í flæði fjármagns og framleiðslu. Hópur á bak við hugmyndafræði rófjár eða þolinmóðs fjármagns sem þau kalla „slow money“ hafa sent frá sér yfirlþsning sem öllum er frjálst að undirrita og jafnvel styðja með fjárframlögum. Í meginatriðum gengur hugmyndafræðin út frá sjálfbærum landbúnaði og matvælaiðnaði í litlum og meðalstórum einingum. Lífræn ræktun og mannspekisjónarmið ráða ferðinni. Það er í sjálfu sér ekkert nýtt í þeirri hugsun. T.d. má nefna Skaftholt sem er lífrænt bú með sjálfbærni að markmiði og gengur vel. En talsmenn rófjár vilja fá þessa hugsun út í viðskiptalífið og slá aðeins á græðgi og æðibunugang fjárfesta og fá þá til að taka þátt í lífrænni uppbyggingu og endurheimt landsvæða úr greipum erfðabreyttrar eiturefna-stóriðju í landbúnaði. Lögð er áherls á lífrænan og menningarlegan fjölbreytileika og samfélagslega sátt. Sjá má yflirlýsinguna alla hér í lauslegri þýðingu og heimsækja síðu Slow Money Alliance hér.
Yfirlýsing á ensku og undirskrifasöfnun
Mynd frá Skaftholti Guðrún Tryggvadóttir.
Grundvallaratriði rófjár (Slow Money)Í þeim tilgangi að endurheimta svæðisbundna matvælaframleiðslu og staðbundinn efnahag; að tengja aftur framleiðendur matvæla og neytendur og fjárfesta við fjárfestingar sínar og þá staði sem þeir búa á; að stuðla að hvarfi frá efnahag byggðum á ofnýtingu og neyslu til efnahags byggðum á verndun og sjálfbærni; staðfestum við hér með eftirfarandi grundvallaratriði.
I. Á sívaxandi hraða hringsnýst fjármagn um hnöttinn og sþgur súrefni úr andrúmsloftinu, fjrósemi úr jörðinni og menningu úr samfélögum.
II. Þau vandamál sem við stöndum frammi fyrir og snerta frjósemi jarðar, líffræðilegan fjölbreytileika, gæði fæðu eru ekki tæknileg, þau eru efnahagsleg,
III. Í kerfi sem er hannað til að hámarka gróða og lágmarka kostnað má búast við miljónum ferkílómetra af ökrum með erfabreyttum maís, óheyrilegum flutningum á matvælum, deyjandi miðborgum, börnum sem halda að maturinn verði til í búðinni, offitufaröldrum samhliða hungursneið, matareyðimörkum þar sem nær ómögulegt ná í holla fæðu, tæmdar vantslindir og efnamenguð matvæli og ræktarlönd.
IV. Jarðvegur er ekki aðeins til þess að styðja við jurtir svo troða megi í þær efnablöndum og fyrirtæki er ekki aðeins til þess að setja í fé svo hámarka megi ávöxtun.
V. Í BNA fara aðeins um 0.1% af styrkjum og fé fjárfesta til sjálfbærs landbúnaðar. Núverandi hugmyndafræði fjármögnunar tekur ekki tillit til né skilur þarfir minni fyrirtækja í matvælaframleiðslu.
VI. Álagsþol jarðar, samfélagsjöfnuður, upplifun umhverfis, hóflegar stærðir, mennigarleg og líffræðileg fjölbreytni, fjrósemi, friðsæld. Þetta eru grunvallaratriði ábyrgra viðskipta 21. aldar.
VII. Við verðum að koma fjármagninu úr skþjunum til jarðarinnar.
VIII. Við verðum að láta fjárfestum í té verkfæri til að leggja til þolinmótt fjármagn (rófé), í smáum stil og staðbundið. Við verðum að styðja frumkvöðla sem sjá viðskipti sem tæki til að bæta heilsu landsins, heimila, samfélags og lífsvæða.
IX. Við þurfum að byggja upp iðnað næringarfjármagns.
X. Það er eitthvað fallegt við fjölbreytt lífræn býli. Það er eitthvað fallegt við samstarf. Það er eitthvað fallegt við Móður Jörð. En það er ekkert fallegt við ofvaxtarhormón, eitruð litarefni, sykraðar matvörur eða mötuneyti flestra skóla.
XI. Það er ekkert fallegt við hugmyndina að við gerum ekkert illt á meðan við græðum jafnmikið og ef við eyðileggjum náttúruna.
XII. Gróði strax - mannvænt samfélag síðar er ekki lengur nóg í heimi með 380 milljónustu hluta kolefnis í andrúmsloftinu og 120.000.000 tonn af jarðvegi sem flþtur niður Mississippi á ári.
XIII. Ef það er í lagi að fjárfesta fyrir hundurð milljarða á ári í hátæknifyrirtækjum ætti að vera óhætt að setja nokkra milljarða i lítil og meðalstór matvælafyrirtæki sem starfa á sjálfbærum grunni.
XIV. Það þarf að endurhæfa fjárfestingar í iðnaði og landbúnaði, mannvænleg stefna í iðnaði og landbúnaði er eitt og efnahagshrunið er annað: Nýjar áherslur með fæðuöryggi, trygga fæðu og þróun landsbyggðar að leiðarljósi ættu að draga úr miðstýringu og auka staðbundin áhfrif og sjálfbærni.
XV. Jafnvel á þessum viðsjárverðu tímum, verðum við að leyfa okkur að hugsa um efnhagslega ábyrgð og heiðra einn fyrsta talsmann stefnunnar, sem sagði: „Mér finnst að í lífinu verðum við að vera svolítið eins og bóndinn sem skilar til því baka til jarðarinnar sem hann tók.“
XVI. Við verðum að setja fjármang í litlar einingar í landbúnaði og kolefnið aftur í jörðina.
XVII. Við verðum að spyrja:
-- Hvernig væri heimurinn ef við fjárfestum 50% eigna okkar innan 50km frá heimilinu?
-- Hvað ef ný kynslóð fyrirtækja gæfi 50% tekna sinna?
-- Hvað ef það yrði 50% meiri lífmassi í jarðveginum eftir 50 ár?
XVIII. Við þurfum rófé, starx!
Birt:
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Rófé, slow money“, Náttúran.is: 26. maí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/05/26/rofe-slow-money/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.