Með það fyrir augum að leiða í ljós vilja landsmanna varðandi Gjábakkaveg hefur Landvernd í samvinnu við Lþðræðissetrið, Morgunblaðið og mbl.is efnt til netkosninga um legu vegarins. Fimm leiðir eru kynntar og kostir þeirra og gallar dregnir fram á óhlutdrægan hátt. Undirbúningur efnis var á höndum Freysteins Sigurðssonar, Þórunnar Pétursdóttur og Guðrúnar Tryggvadóttur stjórnarmanna í Landvernd.

Kosningaraðferðin sem beitt er við netkosninguna um Gjábakkaveg heitir raðval og er höfundur hennar dr. Björn S. Stefánsson. Björn hefur sett fram kenningar sínar um hvernig hægt sé að leysa úr álitamálum í bókinni Lþðræði með raðvali og sjóðvali.

Það er von Landverndar að sem flestir taki þátt í könnuninni.
Taktu þátt í könnuninni á vef Landverndar.

Birt:
29. apríl 2008
Uppruni:
Landvernd
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Gjábakkavegskosning - Hvar vilt þú hafa veginn? “, Náttúran.is: 29. apríl 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/29/gjabakkavegskosning-hvar-vilt-thu-hafa-veginn/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: