Evrópsk umhverfissamtök hefja átak í vistakstri
Umhverfisráðherra Spánar, Elena Espinosa, æfði vistakstur á Evrópsku samgönguvikunni í Madríd í dag. Vistvernd í verki (Global Action Plan) á Spáni hóf þar með átak í vistakstri líkt og Landvernd sem fetar í fótspor Spánar á morgun. Forsætisráðherra Geir Haarde hleypir átakinu af stokkunum kl. 10.30 á ráðstefnu á Hilton hótelinu sem ber yfirskriftina 'Driving Sustainability'.
Ríkissjóður Íslands, Toyota á Íslandi og VÍS eru bakhjarlar verkefnisins og munu Geir Haarde, Guðmundur Örn Gunnarsson (VÍS) og Magnús Kristinsson (Toyota) keppa í vistakstri á nýja vistakstursherma Landverndar að lokinni undirritun samstarfssamninga við Landvernd.
Átakið felst í að kenna vistakstur á vistakstursherma sem Eco Life í Belgíu lét þróa. 5 lönd hefja nú átakið og sér Toyota í Evrópu um fjármögnun þess.
Ríkissjóður Íslands, Toyota á Íslandi og VÍS eru bakhjarlar verkefnisins og munu Geir Haarde, Guðmundur Örn Gunnarsson (VÍS) og Magnús Kristinsson (Toyota) keppa í vistakstri á nýja vistakstursherma Landverndar að lokinni undirritun samstarfssamninga við Landvernd.
Átakið felst í að kenna vistakstur á vistakstursherma sem Eco Life í Belgíu lét þróa. 5 lönd hefja nú átakið og sér Toyota í Evrópu um fjármögnun þess.
Birt:
17. september 2008
Tilvitnun:
Landvernd „Evrópsk umhverfissamtök hefja átak í vistakstri“, Náttúran.is: 17. september 2008 URL: http://nature.is/d/2008/09/17/evropsk-umhverfissamtok-hefja-atak-i-vistakstri/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.