Spilliefni
Spilliefni eru efni sem skaðleg eru umhverfi, mönnum og dýrum. Þau geta borist í gegnum vatn og andrúmsloft í fæðukeðjuna og eru því umhverfisspillin í of miklu magni. Spillefnum ber samkvæmt lögum að skila til eyðingar.
Hvað flokkast sem spilliefni
Á heimilum:
Ýmiskonar hreinsiefni, málning, lím, þynnir, húsgagnabón, leysiefni t.d. terpentína, lyf, rafhlöður, kvikasilfur í hitamælum, lakk, stíflueyðir, skordýraeitur, úðabrúsar, og viðhaldsefni fyrir bíla, t.d. frostlögur, olíuefni og rafgeymar.
Í fyrirtækjum:
Í fyrirtækjum eru spilliefni eins og olíur, sýrur, basar, framköllunarvökvar, prentlitir, formalín, klórmenguð efni, tjöruleysir og efni frá rannsóknarstofum - efnaleifar og lyf. Frá heilbrigðisstofnunum t.d. nálar og hnífar í lokuðum umbúðum, tómar umbúðir undan hættulegum efnum og sóttmengaður úrgangur.
Í mörgum tilfellum gerir fólk sér ekki grein fyrir hvað það er með í höndunum og að spillefni má ekki setja í ruslapokann, hella í vaskinn, salernið, eða niðurfallið því spilliefni menga umhverfið. Oft á tíðum notar fólk mun sterkari efni en raunveruleg þörf er á. Það er gott að bera saman vörur með umhverfisáhrif þeirra í huga og velja síðan vistvænni kostinn.
Hvert á að skila spilliefnum?
Spilliefnum frá heimilum á að skila á endurvinnslustöðvar.
Spilliefnum skal skila í lokuðum umbúðum.
Réttar merkingar á ílátum auðvelda flokkun spilliefna.
Hvað verður um spilliefnin
Efnin fara frá endurvinnslustöðvum til Efnamóttökunnar hf. í Gufunesi þar sem þau eru meðhöndluð á réttan hátt og komið til eyðingar eða í endurvinnslu.
Hvað flokkast sem spilliefni
Á heimilum:
Ýmiskonar hreinsiefni, málning, lím, þynnir, húsgagnabón, leysiefni t.d. terpentína, lyf, rafhlöður, kvikasilfur í hitamælum, lakk, stíflueyðir, skordýraeitur, úðabrúsar, og viðhaldsefni fyrir bíla, t.d. frostlögur, olíuefni og rafgeymar.
Í fyrirtækjum:
Í fyrirtækjum eru spilliefni eins og olíur, sýrur, basar, framköllunarvökvar, prentlitir, formalín, klórmenguð efni, tjöruleysir og efni frá rannsóknarstofum - efnaleifar og lyf. Frá heilbrigðisstofnunum t.d. nálar og hnífar í lokuðum umbúðum, tómar umbúðir undan hættulegum efnum og sóttmengaður úrgangur.
Í mörgum tilfellum gerir fólk sér ekki grein fyrir hvað það er með í höndunum og að spillefni má ekki setja í ruslapokann, hella í vaskinn, salernið, eða niðurfallið því spilliefni menga umhverfið. Oft á tíðum notar fólk mun sterkari efni en raunveruleg þörf er á. Það er gott að bera saman vörur með umhverfisáhrif þeirra í huga og velja síðan vistvænni kostinn.
Hvert á að skila spilliefnum?
Spilliefnum frá heimilum á að skila á endurvinnslustöðvar.
Spilliefnum skal skila í lokuðum umbúðum.
Réttar merkingar á ílátum auðvelda flokkun spilliefna.
Hvað verður um spilliefnin
Efnin fara frá endurvinnslustöðvum til Efnamóttökunnar hf. í Gufunesi þar sem þau eru meðhöndluð á réttan hátt og komið til eyðingar eða í endurvinnslu.
Birt:
28. mars 2007
Tilvitnun:
NA „Spilliefni“, Náttúran.is: 28. mars 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/28// [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 20. apríl 2007