Náttúran.is kynnir þjónustu sína í Norræna húsinu
Nú stendur yfir Norræn matarhátíð Kræsingar og kæti í Norræna húsinu í Reykjavík en hátíðin tengist Food & Fun hátíðinni að nokkuru leiti.
Kræsingar og kæti snýst um að kynna hugtakið „ný Norræn matargerðarlist“ sem hefur vakið alþjóðlega athygli enda er verkefnið samnorrænt með fjölda erlendra sem íslenskra þátttakenda og snýst um að þróa, efla samvinnu um og vekja athygli á Norrænum mat, staðbundnum hráefnum, hreinleika og náttúrulegum gæðum hráefnisins ásamt fagmennsku í eldamennsku. Ekki er verra ef bæði efni og úrvinnsla tengist sögu, menningu og hönnun svo úr verði heildstætt listaverk. Sjá Manifesto.
Náttúran.is hefur um margt líka stefnuskrá og ný Norræn matargerðarlist. Þó að vefur og ný Norræn matargerðarlist hafi við fyrstu sýn kannski lítið sameiginlegt er markmiðið þó eitt og hið sama, þ.e. að efla virðingu fyrir náttúrulegum og hreinum hráefnum, menningar- og náttúrutengdri ferðamennsku og stuðla að tengslamyndun og samvinnu milli þeirra aðila sem stunda nýsköpun og þjónustu á þessu sviði. Náttúran.is vinnur að því að hafa yfirsýnina á hver gerir hvað á hvaða forsendum, upplýsir um hvað hugtök þýða og hvað vottanir fela í sér og starfar einnig sem milliliður um kynningu og sölu á einstaka vörum.
Allir eru hjartanlega velkomnir á bás Náttúrunnar.is á vörusýningu sem er í tengslum við Kræsingar og kæti en hún er í sýningarsalnum í kjallara Norræna hússins og er opin almenningi frá föstudegi til sunnudags í þessari viku. Þar munum við kynna vefinn og nýja þjónustuliði auk þess sem að gestir verða leystir út með góðum ráðum!
Sjá bækling sýningarinnar í vefútgáfu.
Sjá vef Ny Nordisk mad.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúran.is kynnir þjónustu sína í Norræna húsinu“, Náttúran.is: 20. febrúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/02/20/natturan-kynnir-thjonustu-sina-i-norraena-husinu/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 25. febrúar 2008