Pétur M. Jónasson hlaut verðlaun Jóns Sigurðssonar
Dr.phil. Pétur M. Jónasson, vatnalíffræðingur og prófessor emiritus var í dag veitt Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2012. Verðlaunin voru veitt á hátíð Jóns Sigurðssonar sem haldin var í Jónshúsi í Kaupmannhöfn. Markmiðið með hátíðinni er að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar og halda á loft verkum hans og hugsjónum. Stjórn húss Jóns Sigurðssonar hefur umsjón með hátíðinni með fulltingi forseta Alþingis og forsætisnefndar. Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, afhenti Pétri verðlaunin.
Pétur M. Jónasson hefur helgað lífi sínu vatna-, jarð- og líffræði og hefur m.a. rannsakað Þingvallavatn og Mývatn um áraraðir og ritað bækur um þær rannsóknir. Pétur reyndi að forða Þingvallavatni frá því að Gjábakkavegur yrði lagður yfir Elborgarhraun á Lyngdalsheiði en án árangurs. Hann hefur haldið því fram að lífríki ÞIngvallavatns yrði stefnt í mikla hættu með aukinni bílaumferð nálægt vatninu og fært fyrir því rök og lagt fram kærur en allt án árangurs.
Sjá nokkrar af þeim greinum sem hafa birst hér á Náttúrunni um málið:
Lífríki Þingvallavatns stefnt í voða með fyrirhuguðum Gjábakkavegi 21.08.2006.
Er fyrirhugaður Gjábakkavegur í takt við UNESCO heimsminjaskráð Þingvallasvæðið? 29.07.2006.
Gjábakkahraðbrautin - Pétur M. Jónasson fær stuðning frá Landvernd 14.03.2007.
Hugsanleg lausn á legu Gjábakkavegar. 08.10.2007.
Afstaða umhverfisráðherra óskiljanleg. 01.10.2007.
Kvikasilfur í fiski. 07.10.2007.
Beiðni Péturs til meðferðar. 27.08.2007.
Pétur M. Jónasson kærir úrskurð vegan Gjábakkavegar. 23.01.2008.
Myndin var tekin af Pétri M. Jónasson í kynningarferði við Þingvallavatn þ. 27. sept. 2006. Ljósmynd:Guðrún A. Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Pétur M. Jónasson hlaut verðlaun Jóns Sigurðssonar“, Náttúran.is: 19. apríl 2012 URL: http://nature.is/d/2012/04/20/petur-m-jonasson-hlaut-verdlaun-jons-sigurdssonar/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. apríl 2012