Safnahelgi á Suðurlandi
Söfn, setur, sýningar, gestastofur, garðar, gallerí, matsölustaðir og matarverkefni verða í forgrunni á Suðurlandi helgina 7.-9. nóvember á Safnahelgi Suðurlands. Framboðið er mikið og fjölbreytilegt, allt frá listsýningum til markaða og fjölskylduleikja, tónleika og hlaðborða.
Á vefnum sofnasudurlandi.is má lesa sig nákvæmlrga til um dagskrána, hver býður uppá hvað hvar, klukkan hvað og hvernig. Hér á græna kortinu er einnig hægt að skoða alla menningarstaði landsins, hvort sem eru söfn, gallerí, matarverkefni, byggðasöfn, torfbæir o.s.fr. og sjá staðsetningu þeirra á korti.
Ef þú hefur ekki kynnt þér menningarhlið græna kortsins hér á vefnum enný á er kominn tími til! Skoða græna kortið.
Birt:
7. nóvember 2008
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Safnahelgi á Suðurlandi“, Náttúran.is: 7. nóvember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/11/07/safnahelgi-suourlandi/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.