Í tilefni af norræna loftslagsdeginum efna Kolviður og Reyst til málþings í húsi Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, kl. 8.30-12.00 miðvikudaginn 11. nóvember.
Á málþinginu verða fræðandi erindi um loftslagsvandann en einnig verður sjónum beint að bindingu kolefnis í gróðri, jarðvegi og bergi, kolefnismörkuðum og möguleikum Íslendinga á því sviði, og hvað sé framundan í loftslagsmálum. Almennar umræður verða í lokin. Skráning hjá kolvidur@kolvidur.is.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Sjá stærri mynd af auglýsingunni hér t.h. í stærri útgáfu til að sjá dagskrána hér að neðan:

Birt:
9. nóvember 2009
Uppruni:
Landvernd
Tilvitnun:
Kolviður verkefnið „Málþing um loftslagsmál og úrlausnir“, Náttúran.is: 9. nóvember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/11/09/malthing-um-loftslagsmal-og-urlausnir/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: