Sölustaðir íslenskra jólatrjáa á landsbyggðinni
Þeir sem kaupa íslensk jólatré eru jafnframt að styrkja skógræktarstarfið í landinu. Algengustu íslensku jólatrén eru stafafura, sem ný tur vaxandi vinsælda, er fallegt tré, sérlega barrheldið og ilmar vel, rauðgreni sem er nokkru viðkvæmara en afar fallegt og sitkagreni sem er einnig mjög fallegt tré
Skógræktarfélag Árnesinga heggur jólatré til sölu úr skógi sínum á Snæfoksstöðum í Grímsnesi. Ekki er boðið upp á að einstaklingar höggvi sitt eigið tré. Nánari upplýsingar veitir Böðvar Guðmundsson í síma 864 1106.
Skógræktarfélag Skilmannahrepps selur jólatré - og býður fólki að velja og höggva sjálft, í skóginum við Selhæð norðan við Akrafjall. Félagið ræktar bæði greni- og furutré og verður opið í skóginum fyrir jólin og tekið á móti fólki. Dagsetningar verða kynnar á svæðinu.
Skógræktarfélag Borgfirðinga heggur og selur jólatré. Hópar geta einnig komist í jólatrjáahögg í skóglandi félagsins. Guðmundur Þorsteinsson veitir nánari upplýsingar í síma 431-2946.
Skógræktarfélag Stykkishólms verður með tré til sölu fyrir jólin. Fólki gefst kostur á að koma í skóginn og velja sér tré og fella. Einnig verða seld tré í bænum. Allir eru velkomnir á sölustaðinn í nýja björgunarsveitarhúsinu og á skógræktarsvæðið í Sauraskógi. Trjásalan, í skóginum og í bænum, fer fram helgina 21. og 22. desember. Í skóginum verður selt frá kl. 11.00 til 16.00. Nánari upplýsingar má fá í sérstakri frétt hér á síðunni: "Jólatrjáasala í Stykkishólmi" og í síma 438-1341 hjá Trausta Tryggvasyni og á vefsíðu Skógræktarfélags Stykkishólms www.simnet.is/forest.
Skógræktarfélag Eyfirðinga selur jólatré, jólagreinar og skreytingaefni á Akureyri og er með fjóra sölustaði. Í Kjarnaskógi kl.10.00 – 18.00 alla daga fram að jólum. Einnig á Glerártorgi, í miðbænum og við Bónus. Þessir sölustaðir eru opnir frá kl. 13.00, alla daga fram að jólum og langt fram á kvöld, síðustu dagana. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu félagsins í Kjarnaskógi í síma 462-4047 og eins er ýmsan fróðleik um jólatré og skreytingaefni að finna á heimasíðu félagsins www.est.is/kjarni.
Skógræktarfélag Suður Þingeyinga hefur ræktað jólatré um árabil í Fosselskógi. Ef veður og aðstæður leyfa geta fjölskyldur og hópar komist í skóginn til þess að velja sér jólatré. Nánari upplýsingar veitir Árni Njálsson í síma: 464-3502.
Skógræktarfélag Austurlands býður fólk velkomið í Eyjólfsstaðaskóg til þess að höggva sitt eigið jólatré. Félagið verður með opið í skóginum 20. og 21. desember frá kl 12.00-16.00. Nánari upplýsingar veitir Orri Hrafnkelsson s: 471-1239.
Birt:
Tilvitnun:
Skógræktarfélag Íslands „Sölustaðir íslenskra jólatrjáa á landsbyggðinni“, Náttúran.is: 14. desember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/12/14/solustaoir-islenskra-jolatrjaa-landsbyggoinni/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 17. desember 2007