Rit Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal
Á átjándu öld var lífið allt öðru vísi en það er nú. Rétt eða rangt? Rétt að því leiti að framfarir hafa orðið á flestum sviðum þjóðlífsins en rangt að því leiti að manneskjan er í grunninn alltaf eins og náttúran líka. Einn fremsti fræðimaður Íslendinga á átjándu öld, séra Björn Halldórsson (f. 1724 d. 1794), náttúrufræðingur, íslenskumaður og frömuður í garðrækt og annarri jarðyrkju skrifaði á sínum tíma fjölda rita sem gefin voru út og sumum dreift meðal fátæks alþýðufólks til að stuðla að betri lífsmöguleikum í harðbýlu landi.
Hér birtast fjögur af ritum Björns:
- Korte beretninger, komu fyrst út í Kaupmannahöfn 1765.
- Atli kom fyrst út í Hrappsey 1780.
- Grasnytjar, komu fyrst út í Kaupmannahöfn 1783.
- Arnbjörg, kom fyrst út í Kaupmannahöfn 1783.
Þessi bók með ritunum fjórum er fjársóður sem að segir ekki aðeins sögu fortíðar heldur leiðir okkur nútímafólk aftur á vit náttúrunnar og kennir okkur að lesa í hana. Með leyfi Bændasamtakanna hefur Náttúran skráð Rit Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal og birtist hún hér á Náttúran.is í ýmsum myndum og er einn mikilvægasti viskubrunnur sem leitað er í til að nálgast náttúruna og skýra frá leyndarmálum hennar og virkan.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Rit Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal“, Náttúran.is: 1. september 2010 URL: http://nature.is/d/2008/01/09/rit-bjorns-halldorssonar-i-sauolauksdal/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 9. janúar 2008
breytt: 22. febrúar 2015