Krúska - nýr veitingastaður NLFÍ
Náttúrulækningafélagið opnaði nýlega verslunina og veitingastaðinn Krúsku við Suðurlandsbraut 12.
Tilgangur staðarins er að bjóða upp á úrval lífrænna tilbúinna rétta, meðlæti, eftirrétti, súpur og salöt auk heimabakaðs brauðs. Hægt er að borða á staðnum, fá sent eða tekið með í vinnuna eða heim. Krúska býður upp á úrvals grænmetis- og kjúklingarétti auk þess sem þar eru seldar vottaðar lífrænar afurðir. Lífrænt hráefni er notað í alla matargerð. Ekki er notað hvítt hveiti eða hvítur sykur. Hrásykur er notaður í litlu magni og þá eingöngu í eftirrétti. Krúska segir sannleikann um innihald í framleiðslu. Krúska hefur ekki á boðstólum vörur sem vitað er að innihaldi erftðabreyttar lífverur. Krúska mun stuðla að lífrænni ræktun á Íslandi og vill verða leiðandi fyrirtæki í þróun og framleiðslu á hollum og góðum mat sem framleiddur er án aukaefna. Krúska mun leggja sitt af mörkum til að fræða almenning, m.a. með námskeiðshaldi og fræðandi heimasíðu.
Helga Mogensen er hugmyndasmiðurinn á bak við Krúsku og rekstrarstjóri staðarins en hún hefur verið í framvarðasveit á sviði hollustu í veitingarekstri í hjartnær þrjátíu ár, nú síðast á Manni lifandi. Opnunartími Krúsku er frá 11:00 - 19:00 á virkum dögum og frá 11:00 - 16:00 á laugardögum. Starfsfólk er í fríi á sunnudögum.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Krúska - nýr veitingastaður NLFÍ“, Náttúran.is: 5. nóvember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/11/05/kruska-lifraent-lett-og-ljuffengt/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 24. apríl 2009