Þriðji og síðasti fræðslufundur sumarsins verður haldinn í Sesseljuhúsi á laugardaginn kl. 13:00. Þar mun Jón E. Gunnlaugsson áhugamaður um nýtingu jurta til heilsueflingar kynna íslenskar lækningajurtir, en áhugi á nýtingu lækningajurta til heilsueflingar hefur farið vaxandi að undanförnu.
Fyrst verður kynning í Sesseljuhúsi umhverfissetri og svo verður farið út í náttúruna að skoða helstu jurtir sem við eigum í túnfæitinum og geta ný st okkur.
Fundurinn er hluti af fræðslufundaröðinni Lesið í landið sem Sesseljuhús heldur í samstarfi við Fuglavernd og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Boðið var upp á náttúruskoðun þrjá laugardaga á vormánuðum þar sem kennt er að lesa í landið og þegar hafa verið haldnir fræðslufundir um jarðfræði og fugla. Þetta eru tilvaldar fræðslustundir fyrir alla fjölskylduna.

Allir eru velkomnir á fræðslufundi Sesseljuhúss umhverfisseturs og er aðgangur ókeypis Mynd af fífli frá Sesseljuhúsi.
Birt:
22. júní 2009
Uppruni:
Sesseljuhús
Tilvitnun:
Pálín Dögg Helgadóttir „Fræðslufundur um íslenskar lækningajurtir í Sesseljuhúsi “, Náttúran.is: 22. júní 2009 URL: http://nature.is/d/2009/06/22/fraeoslufundur-um-islenskar-laekningajurtir-i-sess/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: