Eldhúsinnréttingin
Innbú okkar samanstendur af ýmsum efnum bæði úr jurta- og steinaríkin s.s. viði, málmum, gleri, trefjum úr plöntum, steinefnum og úr gerviefnum allskonar. Það eru aðallega þau sem að við þurfum að vera með augun opin gagnvart. Ekki aðeins getur útgufun ákveðinna efna verið heilsuspillandi heldur geta umhverfisáhrif verið geigvænleg.
Yfir 100.000 efni eru notuð í allskyns framleiðslu í heiminum í dag, mörg hver hafa ekki verið rannsökuð nægjanlega áður en þau verða hluti framleiðslu. Eins gildir að það sem er meinlaust í ákveðnu magni getur verið skaðlegt í meira magni eða í sambandi við önnur efni.
Ef við tökum eldhúsinnréttingu úr viði sem dæmi, þá skiptir máli út frá umhverfissjónarmiðum að skógurinn hafi verið ræktaður á sjálfbæran hátt. Innrétting merkt sem Forest Stewardship Council (FSC) eru örugglega ekki úr regnskógarvið heldur úr sjálfbærum skógum.
Korkur er talin til þeirra náttúruefna sem er umhverfisvænt, sérstaklega ef hann er endurunnum úr korktöppum. PVC- gólfdúkur getur aftur á móti undir engum kringumstæðum talist heilsusamlegur né umverfisvænn.
Að skipta eldhúsinnréttingunni út á nokkurra ára fresti er að sjálfsögðu ákaflega óumhverfisvænt. Húsið, heimilið og umhverfisvæn hugsun yfirleitt er stór málaflokkur en komið er inn á heilsu- og umhverfissjónarmið tengd „umhverfisvænum byggingum og innbúi“ í ýmsu samhengi hér í Húsinu og umhverfinu og í öðrum liðum á vef Náttúran.is.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Eldhúsinnréttingin“, Náttúran.is: 6. nóvember 2013 URL: http://nature.is/d/2007/06/22/eldhsinnrtting/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 22. júní 2007
breytt: 13. júní 2014