Á höfuðborgarsvæðinu er úrval heilsumatstaða orðið mjög fjölbreytt þó að það sama sé ekki upp á teninginn þegar fjær dregur borginni.

Aðeins á nokkrum stöðum á landinu t.d.. á Staðnum - náttúrulega og Friðriki V á Akureyri, Heislustofnun Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði og Grænu könnunni að Sólheimum eru starfandi matstaðir sem gefa sig sérstaklega út fyrir að elda heilsusamlega grænmetisrétti með lífrænt ræktað sem uppistöðuhráefn í allri matargerð.

Matsölustaðir eins og Grænn kostur, Á næstu grösum, Á grænni grein, Maður lifandi, Garðurinn, Gló, Hljómalind, Icelandic Fish & chips, Krúska o.fl. eru allt hollustustaðir staðsettir í Reykjvaík.

Hér á grænum síðum finnur þú þessa matsölustaði alla og getur séð hvar þeir eru staðsettir á landinu.

Myndin er tekin Á grænum kosti. Ljósmynd: Vala Smáradóttir.
Birt:
21. apríl 2009
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Út að borða - lífrænt og hollt“, Náttúran.is: 21. apríl 2009 URL: http://nature.is/d/2009/04/21/ut-ao-boroa-lifraent-og-hollt/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: