Maður lifandi stendur fyrir ýmsum fyrirlestrum og námskeiðum sem miða að því að efla meðvitund um heilsutengd málefni. Skráning fer fram á madurlifandi@madurlifandi.is og fyrirlestrarnir eru haldnir á þriðjudögum hjá Manni lifandi í Borgartúni 24 frá 17:30 til 19:00 en aðgangseyri er stillt í hóf. Næsti fyrirlestur verður um heilun og hvað það eiginlega þýði.

Hvað er heilun?

Kristján Viðar Haraldsson heldur fyrirlestur þriðjudaginn 3. febrúar en hann mun varpa ljósi á marga þætti varðandi þetta áhugaverða viðfangsefni.

  • Hvað getur heilun gert fyrir þig?
  • Hvað gerist í heilunartíma?
  • Fjallað verður um tengsl milli sálrænna, líkamlegra og orkulegra þátta.
  • Þátttakendur munu gera æfingar sem hjálpa þeim að komast í betra samband við sitt eigið orkukerfi.
  • Fjallað verður um uppbyggingu orkukerfis mannsins og hvernig við getum haft áhrif á það á meðvitaðan hátt.

Mataræði fyrr og nú - Næring í víðari skilningi

Haraldur Magnússon osteópati flytur fyriestur þriðjudaginn 10. febrúar og fjallar um það hvað telst hollt og hvað sé óhollt, en hann segir m.a.: „Við fáum mjög misvísandi skilaboð um það hvernig við getum lifað heilsusamlegra líferni. Það er engin launung að það er almenn vitneskja að heilsu okkar hér í vestrænu löndununum fer hratt versnandi og engin lausn virðist vera í sjónmáli þrátt fyrir tækninýjungar og ríkari þekkingu en nokkurn tíman áður. En erum við að leita á réttum stöðum? Hvernig var mataræði fyrir 1900 áður en tíðni hrörnunarsjúkdóma fór að aukast?“

í þessum fyrirlestri verður skoðað frumstæð mataræði samfélaga víðsvegar um heim, hverjar voru aðstæður þeirra og voru þau heilbrigð. Þrátt fyrir að þessi samfélög hafi lifað á ólíku mataræði voru ákveðnir grundvallarþættir sameiginlegir með þeim flestum.

Í lokin verður farið yfir þessi grundvallaratriði heilbrigðs mataræðis.

Myndin er af gulrótum í garði Hildar Hákonardóttur í Ölfusi. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
2. febrúar 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Fyrirlestrar hjá Manni lifandi“, Náttúran.is: 2. febrúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/02/02/fyrirlestrar-hja-manni-lifandi/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 13. september 2010

Skilaboð: