Viðeyjarhnossgætið kúmenpönnukökur hlutskarpastar
Töðugjöld voru haldin í blíðskaparveðri í Viðey í dag en eitt af atriðum Töðugjaldanna í ár var uppskriftasamkeppnin „Viðeyjarhnossgæti“.
Hlutskarpast þátttökurétta voru kúmenpönnukökur en í öðru sæti voru rúg- og kúmen brauðstangir en í þriðja sæti rabarbarasulta nokkur gómsæt.
Eina skilyrðið fyrir þátttöku matarrétta til Viðeyjarhnossgætiskeppninnar var að a.m.k. hluti hráefnis væri úr ræktaðri eða villtri flóru Viðeyjar.
Dómnefnd var skipuð einvalaliði, Nönnu Rögnvaldsdóttur, Hildi Hákonardóttur og Sólveigu Baldursdóttur.
Myndin er af hinum þremur verðlaunuðu matföngum. Ljósmynd:Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
29. ágúst 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Viðeyjarhnossgætið kúmenpönnukökur hlutskarpastar“, Náttúran.is: 29. ágúst 2009 URL: http://nature.is/d/2009/08/29/vioeyjarhnossgaetio-kumenponnukokur-hlutskarpastar/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.