Landvernd fagnar ákvörðun ríkisstjórnar um milljarð í almenningssamgöngur
Landvernd fangar ákvörðun ríkisstjórnarinnar að standa við fyrri yfirlýsingar og láta milljarð króna renna árlega til almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu næstu 10 árin. Ákvörðunin er í góðu samræmi við ályktun Landverndar á aðalfundi félagsins í fyrra þar sem samtökin hvöttu stjórnvöld til að hefja átak í þessa veru (sjá ályktun Landverndar um almmeningssamgöngur, Pdf.).
Samgöngur eru næststærsta uppspretta á útstreymi gróðurhúsalofttegunda hérlendis, á eftir iðnaði og efnanotkun og fyrir vegasamgöngur jókst útstreymi um 81% milli áranna 1990 og 2007, aðallega eftir árið 2002. Þá er einkabílaeign hérlendis með því mesta sem þekkist í heiminum. Efling almenningssamgangna er því mikilvægur liður í að draga úr útstreymi. Landvernd hvetur stjórnvöld og sveitarfélög áhöfuðborgarsvæðinu til að halda áfram á þessari braut og styrkja almenningsamgöngur og innviði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.
Ályktun aðalfundar Landverndar 2011
„Aðalfundur Landverndar hvetur stjórnvöld til að hefja án tafarátak til að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Gripið hefur verið til niðurskurðar í almenningssamgöngum vegna erfiðrar fjárhagsstöðu sveitarfélaga ásama tíma og kannanir sýna viðsnúning í viðhorfi almennings tilalmenningssamgangna. Nú vilja flestir bæta almenningssamgöngur, minnka umferð einkabíla og bæta hjóla- og göngustíga.
Með átaki í almenningssamgöngum er meðal annars átt við tíðari ferðir almenningsvagna og bætt aðstaða farþega í biðskýlum. Ríkissjóður getur fjármagnað slíkt átak, t.d. með tekjum af kolefnisgjaldi.
Fá dæmi er um aðgerð sem sameinar hagkvæmni, umhverfisvernd og velferð með sama hætti og efling almenningssamgangna. Átak af slíku tagi myndi spara gjaldeyri, bæta kjöralmennings og draga úr umferð og mengun. Þróun af því tagi væri sambærileg þeirri byltingu sem varð á lífsskilyrðum þjóðarinnar þegar hún hitaveituvæddist í kjölfar olíukreppunnar á áttunda áratug 20. aldar. Hér er því um að ræða gríðarlegt tækifæri sem stjórnvöld verða að grípa.“
Birt:
Tilvitnun:
Landvernd „Landvernd fagnar ákvörðun ríkisstjórnar um milljarð í almenningssamgöngur“, Náttúran.is: 20. apríl 2012 URL: http://nature.is/d/2012/04/20/landvernd-fagnar-akvordun-rikisstjornar-um-milljar/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.