BreiðifjörðurMagn svifs í hafinu minnkar um 1% á hverju ári. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem birt var í vísindaritinum Nature. Svif er samheiti yfir ýmis konar dýr og plöntur sem eru örsmá og rekur fyrir straumum í hafinu. Svif er neðsti hlekkurinn í fæðukeðju sjávar og undirstaða alls lífs í hafinu, enda nærist fjöldi stærri tegunda eingöngu á svifi.

Vísindamenn við Dalhouse háskóla í Kanada rannsökuðu magn svifs í hafinu undanfarin ár en skoðuðu líka gögn allt aftur til ársins 1899. Þeir segja loftslagsbreytingar eina meginorsök þess að svifmagn minnkar eins mikið og raun ber vitni. Áhrif þessa eru umtalsverð því auk þess að vera undirstaða alls lífs í hafinu gegnir svif mikilvægu hlutverki við framleiðslu súrefnis í lofthjúpi jarðar.

Mynd frá Breiðafirði. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
29. júlí 2010
Höfundur:
Rúv
Tilvitnun:
Rúv „Magn svifs minnkar“, Náttúran.is: 29. júlí 2010 URL: http://nature.is/d/2010/07/29/magn-svifs-minnkar/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: