Með sortulyngi má skrifa, lita, lækna blöðrubólgu o.m.fl.
Sortulyng [Arctostaphylos uva-ursi]. Aldinin kallast lúsamulningar, og er vinsæl fæða og vetrarforði hagamúsa. Sortulyngið vex einkum í lyngmóum og skóglendi og er algengt í sumum landshlutum, en vantar annars staðar. Það er viðkvæmt fyrir vetrarbeit, og hefur trúlega horfið að ýmsum svæðum þar sem vetrarbeit var mikil. Í seinni tíð eftir að beit létti breiðist það nokkuð ört út aftur.
Heimild: floraislands.is. Höfundur: Hörður Kristinsson NÍ.
Fersk eða þurrkuð blöð af jurtinni hafa verið nýtt í ýmis jurtalyf frá örófu, fyrst og fremst til að eyða sýkingu í þvagrás og þvagblöðru. Í líkamanum umbreytist arbútínið í hydrókínón sem er sótthreinsandi. Hýdrókínónið virkar best ef það er í súru umhverfi. Sortulyngið má einnig nota við nýrnasteinum og sandi í þvagfærum, það mýkir og auðveldar leið þeirra í gegnum þvagrásina.
Heimild: Íslenskar lækningajurtir, söfnun þeirra, notkun og áhrif. Höfundur: Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir.
Sjá meira um sortulyng á Liber Herbarum II. Ath. Náttúran er í samvinnu við vefsetrið og því birtist efni þar einnig á íslensku og seinna meir færist efni þaðan hingað á vefinn.
Myndin er tekin af sortulyngi í Grímsnesi þ. 19.09.2004. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Með sortulyngi má skrifa, lita, lækna blöðrubólgu o.m.fl.“, Náttúran.is: 17. júní 2013 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/sortulyng/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. mars 2007
breytt: 1. janúar 2013