Trefjar
Trefjar eru lítt meltanleg efni úr plönturíkinu sem flokkast í vatnsleysanlegar og óvatnsleysanlegar trefjar. Talið er að trefjar (einkum vatnsleysanlegar) geti dregið úr magni kólesteróls í blóði. Óvatnsleysanlegar trefjar eru meltingu okkar nauðsyn og vinna gegn hægðatregðu hjá heilbrigðu fólki. Æskilegt er að hluti trefja í fæði sé að minnsta kosti 25 grömm á dag miðað við 2400 kílókaloríu fæði.
Neysla á grófu korni hefur talist of lítil á Íslandi samanborið við ýmis nágrannalönd. Mælt er með aukinni fjölbreytni í neyslu kornvara og vali á heilkornavörum umfram það sem meira er unnið. Kartöflur eru ríkar af auðmeltanlegum trefjum og flokkast því með kornmeti. Of mikil neysla trefja getur hins vegar haft neikvæð áhrif með því að draga úr getu líkamans til að nýta steinefni úr fæðunni.
Birt:
Tilvitnun:
Ástríður Sigurðardóttir „Trefjar“, Náttúran.is: 24. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/24// [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 22. janúar 2008