Bývaxbakstur við kvefi
Mjúk aðferð til að lina slæman hósta er að útbúa bakstur úr því náttúrulegasta sem til er þ.e. bývaxi og furukönglum og leggja við brjóstið. Furukönglar eru lítið notaðir hér á landi en þar getur enn orðið breyting á. Það er þess virði að opna þennan ofursmáa köngul og finna hvað innihaldið er magnað að styrkleika og nýta sér það til heilsubótar.
Innihald:
Bývax 50-100 gr.
10 furukönglar (nýir, ekki fullþroska)
Ólífuolía
Eukolyptusolía eða Thymianolía (ef vill)
Til gerðar þarf:
Ílát: Góðan pott, skál og grunnt fat.
Verkfæri: Sleif, sigti, hníf, mortel og smjörpappír.
Nýttir plöntuhlutar: furukönglar af fallegri furu, brotnir varlega af greininni.
Bývaxið er brætt í vatnsbaði, furukönglarnir eru skornir opnir og steyttir í morteli með örlitlu af heitri ólífuolíu (hitaðri í vatnsbaði).
Olían er síðan pressuð úr og henni blandað saman við bývaxið.
Hægt er að bæta við nokkrum dropum af Eukalyptusolíu og Thymianolíu ef vill.
Hrærið vel saman og hellið bývaxblöndunni á smjörpappír í grunnt fat og látið harðna í 1-2 mm þykka plötu sem er svo skorin í bita og lögð á brjóstið við hósta. Athugið að aðeins þarf lítinn bút á brjóstið (ca. 5x5 cm) og dugar kakan því í mörg skipti.
Ljósmyndir: Efsta myndin er af furukönglum í júlímánuði, myndin hér fyrir ofan sýnir hvernig furukönglarnir eru kramdir í heitri olíunni í morteli og neðsta myndin sýnir hvernig bývaxkakan lítur út tilbúin til notkunar. Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Christian Osika, Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Bývaxbakstur við kvefi“, Náttúran.is: 21. maí 2010 URL: http://nature.is/d/2010/05/21/byvaxbakstur-vid-kvefi/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.