Nýlega opnaði eitt af jákvæðu afsprengjum kreppunnar en það er vefurinn samlagid.is. Þar er hægt að gefa og fá gefins jafnframt því að kaupa og selja ódýrt. Skráning kostar ekkert og er framtakið því samfélagsleg þjónusta sem getur skipt sköpum fyrir fólk í dag enda ófáir búnir að missa vinnuna, húsið, bílinn og berjast við að halda krökkunum og eiga í sig og á frá degi til dags.

Um tilurð vefsins segir stofnandinn Axel V. Gunnlaugsson:

Á dimmum laugardagsmorgni í nóvember 2008 vaknaði hugmynd um að setja upp vef sem kannski gæti liðkað til í kreppunni. Hugmyndin er að stórum hluta gömul og fólst í því að setja upp smáauglýsingavef en þó með öðru sniði en allir hinir. Á Samlaginu er áherslan lögð á skiptimarkaðs formið þar sem peningar þurfa ekki endilega að vera forsenda viðskipta.

Efnahagsástandið hefur tímabundið takmarkað það fé sem við höfum á milli handanna. Engu að síður liggjum við sum etv. með eigulega hluti sem við viljum koma í verð eða nýta í skiptum fyrir eitthvað sem okkur vantar. Einhverjir kunna jafnvel að vilja skipta á vinnuframlagi og vörum eða matvælum ýmiskonar.

Skoðaðu samlagid.is.

Birt:
7. mars 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Samlagið - fyrir okkur hin“, Náttúran.is: 7. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/07/samlagio-fyrir-okkur-hin/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 8. mars 2009

Skilaboð: