Landnámshænsnasetur tekið til starfa í Alviðru
 Alviðra er umhverfisfræðslusetur Landverndar við Sogið í Ölfusi en þar  var stofnað landnámshænsasetur er sex hænur og einn hani fluttu inn í  nýuppgert hænsnabú í gamla mjólkurhúsi fjóssins í Alviðru þ. 26.  september 2010.
Alviðra er umhverfisfræðslusetur Landverndar við Sogið í Ölfusi en þar  var stofnað landnámshænsasetur er sex hænur og einn hani fluttu inn í  nýuppgert hænsnabú í gamla mjólkurhúsi fjóssins í Alviðru þ. 26.  september 2010. 
Staðarhaldari í Alviðru er Guðrún A.  Tryggvadóttir en hugmyndin er að mynda hóp félaga í Landvernd sem tæki  að sér að hirða um dýrin og skipta með sér afurðum þeirra. Áhugasamir  hafi samband við Guðrúnu. Sími 863 5490, netfang gunna@nature.is.
Markmið landnámshænsnasetursins er að efla fræðslustarfið í Alviðru.  Landnámshænsn er aðflutt dýrategund (eins og maðurinn) sem hefur  aðlagast afbragðs vel íslensku umhverfi auk þess sem landnámshænsn eru  afar vistvæn. Þær nýta vel lífræna afganga og verpa eggjum stútfullum af  næringu. Hænsnaskíturinn er auk þess einn besti áburður sem völ er á. 
Það  er von okkar að sem flestir geti lært af okkar reynslu við að byggja  upp hænsnabú án nokkurrar fyrri reynslu. Nýstofnuð Facebooksíða mun því vera  einskonar dagbók landnámshænsnasetursins í Alviðru, með öllum þeim töpum  og sigrum sem óhjákvæmilega fylgir öllum nýjum búskap.
Öll góð ráð og innlegg eru velkomin frá reyndari hænsnabændum.
Ráðgjafi búsins er Jóhanna Harðardóttir í Hlésey formaður Eigenda- og ræktendafélags Landnámshænsna og heimasíða félagsins http://www.haena.is/.
Sjá nánar á facebooksíðu landnámshænsnasetursins í Alviðru.
Myndin er af hetjunni okkar henni Gullu, en hún týndist í 5 daga en SEES sjálfboðaliðar fundu hana á laugardaginn og komu henni heilu og höldnu aftur í faðm fjölskyldunnar. Hér er hún að labba niður greinina úr varpkassanum. Ljósmynd: Guðrún A. Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Landnámshænsnasetur tekið til starfa í Alviðru“, Náttúran.is: 25. október 2010 URL: http://nature.is/d/2010/10/25/landnamshaensnasetur-tekid-til-starfa-i-alvidru/ [Skoðað:31. október 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 17. janúar 2011
 
		

 
							 
							 
							 
							 
							 
							