Þjónustustöð og verkstæði N1 við Bíldshöfða fékk í dag afhenda staðfestingu á vottun skv. ISO 14001 umhverfisstjórnunarstaðlinum. N1 Bíldshöfða er því fyrsta fjölorkustöðin á Íslandi sem fær staðfestingu á vottun samkvæmt ISO 14001. Stöðin selur bæði metan- og bíódísel sem og hefðbundið eldsneyti en bifvélaverkstæði N1 ber einnig vottunina. N1 áformar að fá ISO 14001 vottun á þrjár stöðvar til viðbótar á árinu og mun síðan halda áfram og stefnir að ISO 14001 vottun á allar N1 stöðvar á landinu.

Markmiðið með umhverfisstefnu N1 og ISO 14001 vottun er að draga sem kostur er úr neikvæðum umhverfisáhrifum starfseminnar og hvetja starfsmenn til að gera betur í öllu því sem varðar umhverfið. Einnig er unnið að því að nýta allt hráefni betur, fækka óhöppum og bæta umhverfislegana árangur í rekstri og sýna í verki að gildandi lög, reglugerðir og starfsleyfisskilyrð séu uppfyllt að fullu.

Sjá hér á Grænum síðum þá aðila sem hafa ISO 14001 vottun á Íslandi.

Ljósmynd: Frá afhendingunni á verkstæði N1 Bíldshöfða 2 í dag. Talið frá vinstri er Ásdís Björg Jónsdóttir, gæðastjóri N1 en við hlið hennar er Kristján Kristjánsson framkvæmdastjóri Vottunar hf., Jón Pétursson stöðvarstjóri og Bjarni Hermann Sverrisson yfirmaður verkstæðis N1 Bíldshöfða. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
17. febrúar 2011
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Þjónustustöð og verkstæði N1 Bíldshöfða fær ISO 14001 vottun “, Náttúran.is: 17. febrúar 2011 URL: http://nature.is/d/2011/02/17/thjonustustod-og-verkstaedi-n1-bildshofda-faer-iso/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 18. febrúar 2011

Skilaboð: