Ford Focus rafbíllinn hlaut í vikunni Green Car Vision verðlaunin á bílasýningunni í Washington. Það er Green Car Journal tímaritið sem veitir verðlaunin þeim bíl sem þykir vera mest lýsandi fyrir samgöngur framtíðarinnar, en er ekki enn fáanlegur á almennum markaði. Ford Focus rafbíllinn er væntanlegur á almennan markað í lok 2011.
Rafbílar eru afar vistvænir í notkun þar sem þeir gefa ekki frá sér neitt koldíoxíð, enda knúnir af rafmótor. Rafmótorinn fær afl sitt úr rafhlöðum sem hlaðnar eru heimavið eða á sérstökum hleðslustöðvum.

Bílaframleiðendur keppast nú við að þróa nýja rafbíla, og nýta til þess þekkinguna sem hlaust af þróun fyrstu kynslóð rafbíla á tíunda áratugnum. Rafbílar eru sérstaklega ódýrir í rekstri og eru margfalt ódýrari í rekstri en bílar sem ganga fyrir annars konar orku.
Sjá nánar á; www.green.autoblog.com

www.greencar.com.

Birt:
30. janúar 2011
Tilvitnun:
Guðný Camilla Aradóttir „Ford Focus rafbíllinn hlaut Green Car Vision verðlaunin“, Náttúran.is: 30. janúar 2011 URL: http://nature.is/d/2011/01/30/ford-focus-rafbillinn-hlaut-green-car-vision-verdl/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: