Kate Magic er reyndasti hráfæðis frömuður í Bretlandi í dag.  Hún hefur næstum tveggja áratuga reynslu af því að neyta hráfæðis og elur syni sína þrjá á þannig fæði.

Hún er höfundur fjögurra bóka um hráfæði lífstílinn, 'Eat Smart, Eat Raw', 'Raw Living', 'Raw Magic', "Ecstatic Beings' og ferðast um heimin og heldur fyrirlestra og vinnustofur um hráfæði. Öllum bókunum hefur verið vel tekið og halda áfram að seljast eftir því sem áhuginn á hráfæði vex.

Kate er Creative Director hjá Raw Living sem auk þess að vera stór vefverslum, býður ráðgjöf og upplýsingar um hráfæði og lífstílinn sem því fylgir.  Hún hefur skapað yfir 20 einstakar vörur fyrir Raw Living merkið, m.a. súkkulaðistykki, hnetublöndur, te og húðkrem.

Kate verður með tvö námskeið á íslandi dagana 14. og 15. janúar 2011

Föstudagur 14. janúar
Á þessu tveggja tíma námskeiði mun Kate deila með þáttakendum eins miklu og  hún getur af RAW Magic spekinni.  Hvað ber að forðast og hvað er nauðsinlegat að hafa í hráfæðinu.  Hvernig umbreiting í hráfæði og bætt mataræði getur verið auðveld og án jójó áhrifa. Kate mun tala um suma af þeim slæmu ávönum sem fólki hættir til að lenda í og hvernig ber að forðast þá.
Kate mun einnig tala um hvað gerist þegar þú ferð að neyta besta mögulega matar sem náttúran gefur af sér og þá alsælu sem fylgir því.

Boðið verður upp á te og Kate verður með bækur sínar til sölu sem og súkkulaði. 

Laugardagur 15. jan
Á þessu fjögurratíma námskeiði fer Kate dýpra í hverng og hversvegna Hráfæði er nauðsinlegt og einnig mun hún vera með sýnikennslu.
Sýnikennsla Kate hefur notið mikilla vinsælda í hráfæði heiminum og þá helst vegna þess að sýnikennslan er ekki hefðbundin sýnikennsla heldur gefur hún þáttakendum einfaldar formúlur sem þeri geta svo aðlaga sýnum smekk.  Kate er einnig einn besti hrásukkulaðigerðarkona heimsins í dag.

Bókun á námskeiðin er á http://events.glo.is/
Ljósmynd: Kate Magic af rawliving.com

Birt:
12. janúar 2011
Tilvitnun:
Sólveig Eiríksdóttir „Kate Magic heldur námskeið á Íslandi “, Náttúran.is: 12. janúar 2011 URL: http://nature.is/d/2011/01/12/kate-magic-heldur-namskeid-islandi/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: