Slow Food - á morgun í Norræna húsinu
Kvikmyndahátíðin í Reykjavík (RIFF) og Slow Food hafa efnt til samstarfs í ár sem felst í því að sýndar eru nokkrar kvikmyndir á hátíðinni í sérstökum flokki sem nefnist “Matur og myndir”. Í tilefni af þessu samstarfi munu fulltrúar Slow Food samtakanna á Ítalíu heimsækja Ísland, þar á meðal Paolo di Croce, sem er aðalritari samtakanna og framkvæmdastjóri Terra Madre verkefnisins.
Í tilefni af sýningu myndarinnar Terra Madre á morgun kl 16:00, verður efnt til matarviðburðar í Norræna húsinu í anda Slow Food. Í kjölfar sýningu myndarinnar verður efnt til pallborðsumræðna um efni myndarinnar þar sem ítölsku gestir okkar munu taka þátt, ásamt Friðriki V., fulltrúm Beint frá Býli verkefnisins og fleirum. Eftir kl 18:00 munu nokkrir úrvals matvælaframleiðendur og bændur koma sér fyrir í Norræna húsinu og verða til viðtals fyrir gesti, sem og gefa að smakka á afurðum sínum.
Kvöldinu lýkur síðan á Dillinu með sérsökum matseðli í þessum anda, þar sem boðið verður upp á rétti byggða á staðbundnu hráefni, ræktað og/eða framleitt á sjálfbæran hátt.
Borðapantanir fara fram á Dillinu, hafið samband við dillrestaurant@dillrestaurant.is, eða í síma 552 1522.
Birt:
Tilvitnun:
Eygló Björk Ólafsdóttir „Slow Food - á morgun í Norræna húsinu“, Náttúran.is: 23. september 2009 URL: http://nature.is/d/2009/09/23/slow-food-morgun-i-norraena-husinu/ [Skoðað:28. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.