Ónýtt tækifæri
Fyrirtækið Marorka framleiðir og selur hugbúnað í skip um víða veröld, hugbúnað sem getur leiðbeint skipstjórnendum í hinum ýmsu aðstæðum hvernig skipin geta nýtt eldsneytið sem best. Þannig er reynt að tryggja hámarksorkusparnað og um leið lágmarks mengun frá skipaumferð. Marorka sem hefur um fimmtíu manns í vinnu er þannig dæmi um fyrirtæki sem sinnir grænni tækni, fleiri slík fyrirtæki eru starfandi hérlendis, flest fremur smá, en Jón Ágúst Þorsteinsson framkvæmdastjóri Marorku lér þá skoðun í ljós á málþingi við Háskóla Íslands á mánudag (Leiðin til Ríó) að Íslendingar ættu ómæld tækifæri á þessu sviði, tækifæri sem Ísland mætti alls ekki láta ganga sér úr greipum.
Spegillinn ræddi við Jón Ágúst, sem telur Íslendinga þurfa að gera miklu meira í að marka sér framtíðarsýn í atvinnumálum í stað þess að bíða eftir nýjum og nýjum tækifærum til að hoppa á eins og olíuvinnslu á Drekasvæðinu eða makrílveiðar.
Birt:
Tilvitnun:
Rúv „Ónýtt tækifæri“, Náttúran.is: 18. apríl 2012 URL: http://nature.is/d/2012/04/18/onytt-taekifaeri/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.