Í kvöld, laugardagskvöldið 15. mars kl. 21:00 mun Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness stýra stjörnuskoðun í Sesseljuhúsi umhverfissetri, Sólheimum.

Nýverið var fjárfest í stjörnukíki í Sesseljuhúsi og markar stjörnuskoðunin annað kvöld viss tímamót því þá fáum við kíkinn í hendurnar og munum læra á hann. Þá verður hægt að boða til stjörnuskoðunar með stuttum fyrirvara. Með kíkinum verður einnig hægt að skoða fugla sem mun koma sér vel á fuglaskoðunarnámskeiðinu sem verður haldið í Sesseljuhúsi í maí n.k.

Undanfarin kvöld hefur verið með eindæmum stjörnubjart yfir Sólheimum og samkvæmt veðurspá verður bjart yfir um helgina.

Allir velkomnir - Ókeypis aðgangur. Tilvalið fyrir alla fjölskylduna!
 
Spáð er frábæru veðri en þó er mikilvægt að klæða sig vel. Sjá vef Sesseljuhúss.

Birt:
15. mars 2008
Uppruni:
Sesseljuhús
Tilvitnun:
Bergþóra Hlíðkvist Skúladóttir „Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna - Sesseljuhús“, Náttúran.is: 15. mars 2008 URL: http://nature.is/d/2008/03/14/stjornuskooun-fyrir-alla-fjolskylduna-sesseljuhus/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 14. mars 2008

Skilaboð: