Náttúran.is verður einn sýningaraðila á sýningu um visthæf ökutæki í nútíð og framtíð. Þetta er málefni sem margir hafa áhuga á enda er það einmitt með vali á ökutæki og samgönguháttum sem flestir geta látið til sín taka í takmörkun gróðurhúsalofttegunda.

Markmiðið með sýningunni er að búa til vettvang þar sem bifreiðaumboð geta komið á framfæri og almenningur, fjölmiðlar og áhugafólk kynnt sér þær visthæfu bifreiðar sem í boði eru á Íslandi í dag og hvers vænta má í framtíðinni. Náttúran.is mun taka þátt í sýningunni og kynna hvað vefurinn hefur fram að færa til umhverfisumræðunnar.

Orkugjafar framtíðarinnar og vistvænar lausnir fyrir bíla er aðalefni ráðstefnunnar Driving Sustainability '07. Sérfræðingar frá Íslandi, Bandaríkjunum, Sviss, Frakklandi, Danmörku og Svíþjóð munu fjalla um möguleika á innleiðingu etanóls, metans, vetnis, tvinntækni og rafmagns í samgöngum og hvernig Ísland geti orðið leiðandi á þessu sviði. Sýningin er opin frá kl. 12:00-16:00, laugardeginn 16. september til mánudagsins 18. september.

Sjá nánar um ráðstefnuna
. Sjá vef Driving Sustainability . Grafík: Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.
Birt:
14. september 2007
Höfundur:
Einar Bergmundur
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Hvernig bíl vilt þú?“, Náttúran.is: 14. september 2007 URL: http://nature.is/d/2007/09/13/hvernig-bl-vilt/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 13. september 2007
breytt: 15. janúar 2008

Skilaboð: